Söngur og gleði á Götubarnum

Þar æfðu KAG-kallar nokkur af þeim lögum sem verða á dagskrá vortónleikanna 4. maí. Vel var tekið undir í söngnum af gestum Götubarsins. Eftir æfinguna skelltu allir sér svo í almennan söng.

Og ekki minnkað fjörið þegar hópur Færeyinga mætti á barinn og tók að syngja færeysk lög af miklum móð.

Virkilega góð kvöldstund sem auðvitað lengdist aðeins í annan endann eins og gerist jafnan á Götubarnum. :-)