Viðburða- og athafnasöngur KAG 2024

Söngmenn karlakórs Akureyrar-Geysis bjóða upp á viðburða- og athafnasöng -  bæði við gleðitilefni eins og vígslur og afmæli, brúðkaup eða móttökur gesta og einnig þegar missir ber að dyrum.  Nokkur hópur einsöngvara er virkur með KAG á hverjum tíma og bjóða þeir upp á söng með kórnum eftir pöntun með hóflegum fyrirvara.

Kórinn hefur almennt tilbúin lög til söngs -  annars vegar klassísk karlakóralög -  eins og eru á æfingaplani á hverjum tíma -  og þannig tiltæk með litlum fyrirvara og eins algeng lög fyrir veraldlega hátíðar-viðburði og jarðarfarasöng; – veraldleg lög og sálma jöfnum höndum.

Kórinn verðleggur söng í samræmi við tilefni en starfandi félögum og fyrrverandi félögum bjóðast sérstök kjör viðburða-/athafnasöngs (samkomulag eða 30-50% afsláttur).    Ef stjórnandi KAG er ekki bókaður undirleikari í viðkomandi viðburði/athöfn  -  getur þurft að reikna með greiðslu til stjórnandans – við sértækan undirbúning.

Kór og einsöngvarar gætu í einhverjum tilvikum þurft einhvern extra fyrirvara ef beðið er um lög sem ekki hafa verið á dagskrá kórsins  - og þurfa því aukaundirbúning og nánara samráð.

1:   Karlakór;  15-25 félagar -  (örlítið mismunandi eftir fyrirvara og árstíma).  150 þús    (30 félagar eða fleiri – 250 þús.)

Algeng lög;  

Lög við jarðarför; (sjá lista yfir athafnalög og sálma)

2:  Tvöfaldur kvartett (8 söngmenn) -  í grunninn sama lagaval eins og með fullskipaðan karlakór. 120 þús

3:  Kvartett; 100 þús

Lagaval; kvartettlög og sérstakar pantanir

4. Einsöngvarar;   Á undanförnum árum hafa eftirtaldir einsöngvarar verið virkir með Karlakór Akureyrar-Geysi (í stafrófsröð): 

  • Arnar Árnason tenór
  • Árni Jökull Gunnarsson barýtón
  • Jónas Þór Jónasson tenór
  • Magnús Hilmar Felixson tenór
  • Þorkell Már Pálsson tenór

Aðrir félagar eru ekki virkir í einsöng árið 2024 – en kórinn syngur að sjálfsögðu með öðrum einsöngvurum ef aðilar hafa bókað þá til söngs þar sem kórinn/(tvöf)kvartett er kallaður til.

Greiða skal einsöngvara sérstaklega/persónulega ef vill;  – (kr.30 þús fyrir 1 lag, 50 þús fyrir 2 lög og 70 þús fyrir þrjú lög,  fleiri lög skv. samkomulagi).

Til að bóka viðburðasöng (fullskipaðs) karlakórs er rétt að vera í sambandi við söngstjóra(Valmar) og/eða formann (Benedikt) með fyrirvara.   Fyrir útfarir KAG kvartett/tvöf.kvartett taka Þorsteinn Jósefsson og/eða Baldvin Aðalsteinsson við beiðnum og vinna með þær nánar í samráði við söngstjóra eftir atvikum.   Rétt er að hafa beint samband við einsöngvara ef sérstaklega er óskað eftir þjónustu þeirra.

Tónlist fyrir ólík tilefni (smella hér)