Frá Flugsafni Íslands
Áhugaverður og vonandi bráðskemmtilegur tónlistarviðburður verður í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli, þegar
Karlakór Akureyrar-Geysir og Drengjakór Glerárkirkju halda þar sameiginlega tónleika. Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 30.
apríl, og hefjast klukkan 20.
Þessir kórar hafa ekki sungið saman fyrr og því verður gaman að heyra hvernig til tekst. Segja má að Litli og Stóri leiði
þarna saman hesta sína og brúi kynslóðarbilið um leið. Eitt eiga kórarnir allavega sameiginlegt, því Valmar
Väljaots er stjórnandi þeirra beggja.
Það verður spennandi að heyra hvernig KAG-karlaraddir og blíðar drengjaraddir hljóma saman innan um sögu flugsins á Íslandi.