Benedikt formaður flutti ítarlega skýrslu stjórnar;
Helstu viðburðir starfsársins voru;
Ákvörðun um kórferð til Calabria/S-Ítalíu 7. til 17. október 2024.
Framtíðaraðstaða fyrir kórinn og alla frjálsa tónlistarhópa í bænum hefur verið til mikillar umræðu síðastliðið ár. Karlakór Akureyrar-Geysir tók þátt í að endurstofna Tónlistarbandalag Akureyrar (TBA). Unnið er að því að formfesta TBA - sem samstarsvettvang kóra, hljómsveita og tónlistarhópa/tónlistartengdra hópa - til samninga við Akureyrarbæ og opinbera aðila - um allt það sem snertir framtíðaraðstöðu fyrir félagsþörf og æfingar og viðburðahald.
Sveinbjörn gjaldkeri lagði fram reikninga ársins 2023. Verulegur halli var á rekstri kórsins og því er mjög nauðsynlegt að leita allra leiða til að sækja stuðning og hagkvæma aðstöðu fyrir reglubundna starfsemi. Jafnframt er alltof kostnaðarsamt að halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi - að óbreyttri stefnu - og viðburðahald því eflaust fábreyttara en annars. Glerárkirkja hefur á liðnum árum reynst Karlakór Akureyrar-Geysi afar jákvæður staður til viðburðahalds og fyrir það ber að þakka.
Unnið hefur verið að því að skipuleggja viðburða-/athafnasöng KAG - þar sem fullskipaður kór, og mismundandi sönghópar, kvartett/tvöfaldur kvartett og einsöngvarar - væru kynntir til þjónustu. Bæði þar sem gleði og fögnuður ríkir - - í afmælum og hátíðahöldum og einnig þegar alvaran er við völd - við jarðarfarir eða formlegri viðburði. Drög að slíku skipulagi liggur fyrir hjá kórnum og verður unnið með það til nánari útfærslu og markaðssetningar.
Félagar létu í ljós mjög ákveðna kröfu til stjórnar og söngstjóra að skipuleggja æfingar og undirbúning viðburða með skýrum ramma og góðum fyrirvara -- þannig að sönglega gæti kórinn skilað sínu allra besta á hverjum tíma.
Lögð voru fram drög að starfsáætlun 2024-2025 - þar sem Calbria,Suður Ítalía/Sikiley verður heimsótt. KAG mun beita sér fyrir áframhaldandi samstarfi við Karlakór Eyjafjarðar, nágrannakarlakórana og Hljómsveit Akureyrar.
Fráfarandi stjórn var endurkjörin - en hana skipa; Benedikt Sigurðarson formaður, Svavar Alfreð Jónsson, Sveinbjörn Pálsson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Wolfgang Frosti/Úlfur Karlsson. Varastjórn skipa Magnús Hilmar Felixson og Árni Jökull Gunnarsson
Tillögur á aðalfundi
Meðfylgjandi tillögur voru samþykktar á aðalfundi Karlakórs Akureyrar-Geysis 14. maí 2024.
Tillaga
TBA/Tónlistarbandalag Akureyrar.
A: Félagsgjöld;
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis haldinn 14.maí 2024 samþykkir að félagsgjöld verði kr. 17.500 fyrir hvora starfsönn 2024-2025. Nýliðar yngri en 25 ára og nemendur framhaldsskóla skulu vera undanþegnir gjaldskyldu en njóti þó allra almennra réttinda á vettvangi KAG.
Rætt var um kórbúninga; - Svartar buxur, hvít skyrta (navy)blár jakki eru viðurkenndur kórbúningu KAG. Formaður fjárfesti (prívat) í ljósbláum bindum sem reynd voru á HæTröllum í mars sl og einnig keypti hann slaufur í þremur litum (ljósblá,gul og rauð)). Gul slaufa var prófuð á Vorleik í Ketilhúsinu og rauð slaufa var sett upp á Vortónleikum á verkalýðsdaginn 1.maí.
Engin formleg samþykkt var gerð á fundinum varðandi kórbúninga - en kosinn var siðameistari til að fylgja eftir góðu samræmi í búningum þar sem kórinn kemur fram. (Smóking með svartri slaufu er þannig ekki aflagður sem kórbúningur - í einstökum tilvikum þar sem kórinn/siðameistari metur það mest viðeigandi.)
Formaður
Akureyri 15.maí 2024