Aðalfundur KAG var haldinn í Lóni mánudaginn 23. maí. Eins og lög gera ráð fyrir fóru fram "venjuleg aðalfundarstörf", skýrsla
formanns, skýrsla gjaldkera og féhirðis, kosningar í stjórn og fleira. Þá var rætt um Bretlandsferðina sem fyrirhuguð er á
næsta ári og auðvitað önnur mál.
Stjórnarkosningar voru með líflegra móti og ánægjulegt að félagar skuli bjóða sig fram til ábyrgðastarfa fyrir kórinn.
Eftir kosningar eru stjórn og nefndir KAG þannig:
Formaður: Snorri Guðvarðsson.
Aðrir í stjórn: Gunnar Páll Ólason, Hallgrímur Ingólfsson, Hólmkell Hreinsson og Hinrik Þórhallsson.
Varamenn: Aðalbjörn Pálsson og Bjarni Gautason.
Lagavalsnefnd: Erlingur Arason, Magnús Felixson, Magnús Kristinsson, Baldvin Aðalsteinsson og Valmar Väljaots
Nótnanefnd: Magnús Ólafsson, Björn Jósep Arnviðarson, Snorri Guðvarðsson
Ferðanefnd: Björn Jósef Arnviðarson, Magnús Ólafsson og Snorri Guðvarðsson
Húsnefnd: Eggert Sigurjónsson, Egill Áskelsson og Árni Jökull Gunnarsson
Skoðunarmenn reikninga: Egill Áskelsson og Björn Jósef Arnviðarson
Ritstjórn kag.is: Ágúst Ólafsson, vefstjóri, Hólmkell Hreinsson og Snorri Guðvarðsson
Hér má lesa skýrslu formanns fyrir starfsárið 2010-2011