Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis var haldinn mánudaginn 18. maí. Að venju og samkvæmt lögum KAG, var farið yfir hefðbundin mál: Formaðurinn flutti ítarlega skýrslu starfsársins, endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og samþykktir og kosið var í nýja stjórn og nefndir. Líflegar umræður sköpuðust síðan undir liðnum "önnur mál" og margir félagar tóku til máls.