Snorri formaður flytur skýrslu sína
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis, fyrir starfsárið 2009-2010, var haldinn í Lóni mánudaginn 17. maí, kl. 20. Hefðbundin
aðalfundarstörf; skýrslur, kosningar og önnur mál.
Björn Jósef stýrði fundi af alkunnri snilld. Snorri formaður flutti
yfirlit starfsársins sem hefur sannarlega verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Gunnar Páll fór yfir
ársreikning og svaraði spurningum. Þá var kosið í stjórn og nefndir.
Aðalgeir flutti alllanga tölu og fór yfir feril sinn í kórsöng og lýsti því yfir að hann hygðist draga sig í
hlé við söng með KAG. 61 ár er liðið frá því hann hóf að syngja með karlakórum!
Undir liðnum önnur mál skapaðist lífleg umræða um kórstarfið og skiptust félagar á skoðunum. Þar kom fram margt athyglisvert
sem væntanlega mun setja svip sinn á næsta starfsár. Þá áréttuðu menn ýmislegt sem betur má fara og ræddu málin
vítt og breitt. Sýslumaður sleit fundi þegar klukkan var farin að halla í miðnætti.