Snorri býður nýja formanninn velkominn til starfa
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis var haldinn mánudaginn 7. maí. Talsverðar breytingar urðu á stjórn kórsins, fjórir nýir menn
komu inn í stjórn og skipt var um karlinn í brúnni.
Snorri Guðvarðsson, fráfarandi formaður, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsárið sem hefur verið sérlega fjölbreytt og
skemmtilegt. Snorri sem hefur verið formaður KAG í átta ár gaf ekki kost á sér áfram. Margir kórfélagar tóku til máls og
þökkuðu Snorra fyrir formannsstarfið enda hefur hann gengt því af mikili kostgæfni og fórnfýsi.
Gunnar Páll kynnti reikninga starfsársins og þá var kjörin ný stjórn. Þar var
Ágúst Ólafsson kjörinn nýr formaður KAG. Aðrir nýir í
stjórn eru Magnús Ólafsson og Björn Jósef Arnviðarson og nýr varamaður í stjórn er Kristján Jósteinsson. Gunnar Páll
Ólason og Hinrik Þórhallsson sitja áfram sem aðalmenn í stjórn og Aðalbjörn Pálsson sem varamaður.
Snorri Guðvarðsson, Hallgrímur Ingólfsson og Bjarni Gautason gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Líflegar umræður urðu undir liðnum önnur mál og margir sem tóku til máls. Rætt var um mætingar, æfingatíma,
árgjöld, tónleikahald og fleira.