Viðburðaríkt og skemmtilegt starfsár er framundan. Meðal annars; þátttaka í Kötlumóti sunnlenskra karlakóra, kóradagur
í menningarhúsinu Hofi, verkefni með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar, árlegir vortónleikar, söngferðir og fjölbreytt samskipti við
aðra kóra. Auk söngsins erum við líka duglegir að gera okkur glaðan dag og rækta vinskapinn!
Okkur langar að fjölga enn meira í kórnum, og bjóðum alla velkomna til reynslu. Við tökum vel á móti nýjum félögum, svo og
mönnum sem hafa verið í pásu. Þú þarft ekki að lesa nótur né vera einhver hetjutenór! Menn, sem einfaldlega hafa gaman af að
syngja eru oft bestu kór-karlarnir. Á æfingum er farið í ýmis undirstöðuatriði, sem tengjast söng, svo sem nótnalestur,
tónfræði, raddþjálfun og fleira. Ef þú hefur gaman af að syngja, þá er tækifærið núna. Ekki flóknara en
það!
Æfingar eru í Lóni á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 20–22 og ef þig vantar frekari upplýsingar, hringdu þá í
einhvern eftirtalinna: 863-1419 Snorri, 849-2949 Valmar, 892-4132 Hallgrímur.
KAG - Syngjandi sælir!!