Þá er allt komið á fullt eftir góða hvíld yfir jól og áramót. Og víst er að KAG félagar munu ekki sitja auðum
höndum næstu vikur og mánuði.
Starfið fram á vor og sumar verður fjölbreytt og skemmtilegt. Kaffitónleikar í Lóni, Hæ tröllum, Heklumót á Ísafirði,
Skotlandsferð og svo mætti lengi telja.
Haldinn var góður fundur á fyrstu æfingu eftir jól og Snorri fór yfir starfið framundan. Þá ítrekaði Valmar góða
mætingu og hvatti menn til að taka vel á því næstu vikurnar.
Fljúgandi start í byrjun árs og allir syngjandi sælir eins og KAG er von og vísa!