Karlarnir troða sér á pallana í Lóni
Nágrannar okkar úr Karlakór Eyjafjarðar komu í Lón í kvöld og sungu með okkur í gegnum sameiginlegu lögin á "Hæ.
Tröllum!" mótinu um næstu helgi. Petra Björk, stjórnandi Eyfirðinga, og Valmar, stjórnandi KAG, stjórnuðu kórunum til skiptis á
æfingunni og léku undir eftir þörfum.
Gestirnir fengu að sjálfsögðu kaffi og kökur, eins og vera ber þegar góða gesti ber að garði! Og eins og ætíð, þegar
þessir nágrannakórar hittast, var sagt: "Þetta þurfum við að gera mikið oftar!"