Árshátíð KAG 2011

Annar tenór hefur löngum farið á kostum á árshátíð KAG. Hér í ógleymanlegu atriði árið 2009.
Annar tenór hefur löngum farið á kostum á árshátíð KAG. Hér í ógleymanlegu atriði árið 2009.
Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn! Árshátíð KAG verður haldin í Lóni laugardaginn 12. mars. Það er hinn ómótstæðilegi 2. tenór sem sér um hátíðina að þessu sinni. Þeir hafa undirbúið herlega dagskrá með góðum mat og öllu tilheyrandi.  

Árshátiðin hefst með borðhaldi kl. 20:00 en húsið verður opnað kl. 19:30 með fordrykk.

Matseðill kvöldsins verður afar glæsilegur en boðið er upp á sjávarréttasalat í brauðkænu í forrétt, aðalréttur verður lambafille með villisveppasósu og svo súkkulaði brownies með ferskum ávöxtum  í eftirrétt.

Skemmtiatriði verða að sjálfsögðu heimatilbúin en valinkunnir snillingar munu svo sjá um spilamennsku og halda uppi fjöri fram á nótt.

Miðaverð kemur til með að liggja á bilinu 4.500 – 5.000 kr. en ræðst svolítið af þátttöku.