Í kvöld byrjuðum við KAG félagar að æfa jólalögin. Því fylgir alltaf sérstök stemmning, enda var venju
fremur létt yfir mönnum á æfingunni. Svo erum við líka búnir að heimta Valmar söngstjóra úr klóm svínaflensunnar,
en hann hefur ekki getað verið með okkur á undanförnum æfingum.
Framundan er skemmtilegt jólaprógram: 1. desember syngur KAG á elliheimilinu Hlíð og um kvöldið verður árlegt jólakvöld í
Lóni. 10. desember verður svo sungið á jólaskemmtun á Græna hattinum. Samkvæmt venju troðum við upp í jólaversluninni á
Glerártorgi og eflaust á fleiri stöðum á Akureyri yfir hátíðirnar.