Fánadagur!

Marserað með myndfána Halldórs!
Marserað með myndfána Halldórs!
Þau eru mörg og misjöfn verkefnin sem félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi taka að sér. Með því óvenjulegra var sennilega þátttaka kórsins í opnun sýningar Halldórs Ásgeirssonar í Listasafninu. Virkilega skemmtilegt og vel heppnað verkefni!  


Opnunaratriði sýningarinnar fólst í því að bátur kom siglandi inn Pollinn með 17 myndfána innanborðs. KAG beið á Torfunefsbryggju og söng á meðan báturinn lagðist að bryggju. KAG félagar tóku síðan við fánunum og báru þá syngjandi upp Gilið að Listasafninu.  

Þá söng KAG "Ísland farsældar frón" inni á safninu rétt áður en sýningin var opnuð. Söngurinn var magnaður og viðbrögð sýningargesta voru sterk. Þessi rammíslenski söngur passaði líka mjög vel við sýningu Halldórs, sem inniheldur meðal annars bráðið hraun og íslenskan rekavið.

Enn einn skemmtilegi dagurinn í kórstarfinu!