Undanfarið hafa nokkrir laghentir KAG-félagar unnið að miklum endurbótum í „suðurstofunni“ í Lóni og skjalageymslu kórsins. Hent var út gömlu gólfteppi og gólfin lögð fíneríis eikarparketi í staðinn. Þá var allt málað hátt og lágt og nýjar innréttingar keyptar í skjalageymsluna. Skemmst er frá því að segja að munurinn er mikill!
Eftir að hafa farið í gegnum skjöl og pappíra kórsins og komið skikki á nótnasafnið, er meiningin að koma upp á veggi og hillur öllum þeim fjölda gripa sem eru í eigu KAG, gjöfum sem borist hafa í gegnum tíðina, gömlum myndum o.fl.