Karlarnir einbeittir á lokaæfingunni
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa á Akureyri og nú í annað sinn. Undirbúningur fyrir tónleikana stóð yfir
í nokkrar vikur og árangur erfiðisins kom í ljós á glæsilegum tónleikum í Höllinni laugardaginn 17. desember.
Þar stigu á svið vel á annað hundrað tónlistamenn og
sungu og léku fyrir fullu húsi, hátt í 2000 manns.
Einsöngvarar á tónleikunum voru: Björg Þórhallsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Guðrún
Árný, Hera Björk, Ína Valgerður, Margrét Eir, Matti Matt, Óskar Pétursson og Valgerður Guðna.
Kórarnir sem komu fram voru: Karlakór Akureyrar - Geysir, Vox Nordica, Kór Menntaskólans á Akureyri, Skólakór Hrafnagilsskóla, félagar
úr Íslenska Gospelkórnum og Barnakór Frostrósa.
Stórhljómsveit Frostrósa lék svo undir. Tónlistarstjóri var Karl O. Olgeirsson og stjórnandi Árni Harðarson.
Fleiri myndir hér.