Gestir út um allt í Hofi

Kórinn var fenginn til að leiða fjöldasöng í beinni útsendingu á þætti Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar "Gestir út um allt" á Rás tvö sunnudaginn 28. ágúst. Formaðurinn var fenginn í viðtal og sagði meðal annars frá fyrsta söng í Hofi. Þar var um beina sjónvarpsútsendingu í Kastljósi að ræða þann 15. jan 2008. Stóðum við þá á steypuklumpunum, sem eru undir sætunum og sungum í átt að sviðinu. Þetta tók fljótt af, en var mjög gaman. Þá var einnig rifjuð upp sagan af White Horse-flöskunni, sem formaður og stjórnandi Geysis fóru með á fund Davíðs Stefánssonar og fengu í staðinn textann góða: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, o.s.frv. Einhver karlakórsmaður vann svo læri í sætahappdrættinu og býður sennilega til veislu fljótlega...