Frá jólatónleikunum í Akureyrarkirkju. Mynd: Þorgeir Baldursson
Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi óska fjölskyldum sínum og öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári.
Jólamánuðurinn hefur verið viðburðaríkur hjá kórnum eins og venjulega. Þar ber hæst glæsilega jólatónleika í
Akureyrarkirkju með stúlknakór kirkjunnar. Ákaflega vel heppnaðir tónleikar fyrir fullu húsi og feykigóðar móttökur gesta.
Það er föst venja að syngja fyrir eldri borgara á aðventunni og engin breyting varð á því í ár. Við sungum bæði fyrir
íbúa í Lögmannshlíð og Hlíð. Þá sungum við fyrir gesti og gangandi á Glerártorgi. Og rétt fyrir jólin
fórum við á sjúkrahúsið á Akureyri og sungum fyrir starfsfólk og sjúklinga þar.
Árið endum við svo á gamlársdag, í félagsheimilinu okkar Lóni, þar sem skapast hafur sú hefð að hittast, spjalla saman, syngja
og skála fyrir góðu ári.