Frá síðasta móti.
Hæ Tröllum er rétt handan við hornið. Rétt þrjár vikur í þessa miklu skemmtun okkar KAG-manna. Karlakór Selfoss varð að
hætta við þátttöku en Hreimur á Húsavík var ekkert að láta ganga eftir sér. Þeir voru einfaldlega strax til í að
fylla skarðið, enda hafa þeir áður tekið þátt og vita að það verður gaman.
Sameiginleg lög verða fimm og sá háttur er hafður á að hver kór leggur til eitt lag í þann hluta tónleikanna. Að
sjálfsögðu er svo "Hæ. Tröllum á meðan við tórum" kyrjað fullum hálsi. Má fastlega búast við að kórarnir
verði mjög ólíkir og reyni að gefa gestum sem gleggsta mynd af sínum áherslum þetta árið.
Að hitta aðra kóra og syngja með þeim er afar gefandi. Að eiga með þeim skemmtilega kvöldstund í spjalli, söng og glensi er ekki
síður mikilvægt. Menn skiptast þar á skoðunum, fróðleik, hugmyndum og fleiru. Jákvæðni er nauðsynleg og allir græða
á henni. Þarna er hún ríkjandi, því við erum jú allir félagar í karlakór og erum að stefna að því
sama...
Sveinar kátir syngið..... ..... söngsins
unaðsmál!