Þann 5. apríl
hélt KAG kóramót, sem við köllum “Hæ, Tröllum á meðan við tórum”. Þetta mót er orðið að
árlegum viðburði, en þarna hittast nokkrir kórar og syngja saman.
Að þessu sinni hittust Karlakórinn Hreimur, Grundatangakórinn og Karlakór Akureyrar-Geysir, sungu hver sitt prógram og kyrjuðu að lokum allir saman
nokkur stórvirki. Þetta mót tókst mjög vel og víst að „Hæ tröllum“ er komið til að vera!