Karlakór Akureyrar-Geysir fékk það óvenjulega og skemmtilega verkefni í gær að hita upp fyrir heimaleik Akureyrar og Hauka í N1 deildinni í handbolta. Meiningin var að blása handboltahetjunum og áhorfendum baráttu í brjóst með kröftugum karlakórssöng! Vissulega sungum við karlarnir hraustlega en það dugði hinsvegar ekki til sigurs gegn Haukum, því okkar menn steinlágu fyrir hafnfirsku hetjunum. Við KAG félagar erum þó sannfærðir um að söngurinn hjálpaði upp á stemmninguna, engin spurning! Sjá myndir frá upphituninni hér!