Heklumót undirbúið af krafti

Frá Kötlumóti á Flúðum 2010. Þar var KAG gestakór.
Frá Kötlumóti á Flúðum 2010. Þar var KAG gestakór.
Það er allt að verða klárt fyrir Heklumót karlakóra á Ísafirði 21. apríl. Þar sameinast átta karlakórar af landinu norðanverðu, auk tveggja gestakóra að sunnan, og syngja eins og þeir eigi lífið að leysa. 


Heklumótið hefst kl. 14 og byrjar með því að kórarnir syngja eigin dagskrá, en sameinast svo í lokin. Þar verður til magnaður kór líklega 3-400 kallar og verður eflaust tilkomumikið að hlusta!

Síðasta mót Söngfélagsins Heklu var haldið á Húsavík 1. nóvember 2008 og tókst sérlega vel. Karlakór Akureyrar-Geysir hefur tekið þátt í öllum Heklumótum frá upphafi árið 1934, eini Heklukórinn sem það hefur gert!