Karlakórinn Geysir 1932
Um miðja síðustu öld var haldin samkeppni um lag við texta Jónasar Tryggvasonar: Heklusöngur. Hekla er samband norðlenskra karlakóra. Vinningslagið
var eftir Áskel Snorrason, en fast á hæla þess kom lag Jóhanns Ó. Haraldssonar. Lagið hefur aðeins einu sinni verið flutt á þessum
næstum sextíu árum. KAG ætlar á þessari önn að skoða þetta lag og svona leyfa fólki að fá fleiri sjónarhorn á
Heklusönginn.
Líklegt er að lagið verði flutt, eftir þennan langa svefn, á "Hæ, Tröllum á meðan við tórum", fjögurra kóra móti,
sem haldið verður á Akureyri 21. mars.