Heimir Bjarni Ingimarsson og Karlakór Akureyrar-Geysir koma fram á sameiginlegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi, fimmtudagskvöldið 7. apríl. Fluttar verða aríur úr þekktum óperum og þekkt íslensk sönglög. Undirleikari verður Aladár Rácz. Tónleikarnir verða í Hamraborg, stóra sal Hofs, og hefjast kl. 20.