Snorri Guðvarðsson, forseti SÍK, afhendir Ingva Rafni viðurkenninguna
Okkar síungi tenór, Ingvi Rafn Jóhannsson, hlaut heiðursviðurkenningu Sambands íslenskra karlakóra á Kötlumótinu á
Flúðum, 16. október. KAG-félagar óska Ingva hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir áratuga starf fyrir Karlakór Akureyrar,
Karlakórinn Geysi og Karlakór Akureyrar-Geysi!
Félagar úr öðrum karlakórum voru einnig heiðraðir á veislukvöldi að afloknu kóramótinu á Flúðum. Allir eiga
þeir það sameigilegt að hafa helgað kórstörum krafta sína um áratuga skeið. Þessa menn eiga allir félagar í íslenskum
karlakórum að taka sér til fyrirmyndar í starfi sínu!