Á tímum ófriðar víða um heim er tilvalið á aðventunni að beina huganum í átt til friðar. Ásamt því að flytja þekkt jólalög úr ýmsum áttum verða á efnisskrá tónleikanna lög sem boða frið og samstöðu.
Jólatónleikar eru fastur liður í starfi kórsins og þetta er þriðja árið í röð sem hann velur Akureyrarkirkju til tónleikahalds á aðventunni. Þar hefur myndast sérlega hátíðleg og skemmtileg stemmning og kirkjan verið full af fólki.
Stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis er Hjörleifur Örn Jónsson og meðleikari Risto Laur. Á tónleikunum koma fram KAG-kvartettinn og einsöngvararnir Jónas Þór Jónasson, Arnar Árnason og Magnús Hilmar Felixson. Saman vilja kórfélagar skapa friðsæla aðventu- og jólastemmningu og leyfa sem flestum að njóta.
Miðaverð á tóneikana er kr. 3.000.-