Hátíðlegir og fallegir jólatónleikar í Akureyrarkirkju á miðri aðventunni, fimmtudaginn 12. desember. Flutt verða jólalög eftir
akureyrska tónskáldið Birgi Helgason, auk fjölda annarra innlendra og erlendara jólalaga.
Karlakór Akureyrar-Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju hafa ekki starfað saman fyrr, en kórarnir sameinast nú í jólasöngvum
víðsvegar að úr heiminum. Stjórnendur kóranna eru þau Hjörleifur Örn Jónsson og Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir.
Jólin eru hátíð ljóss og friðar og það mun einkenna þessa tónleika. Lagavalið er klassískt, jólasöngvar sem allir
þekkja og fylgja okkur í jólamánuðinum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2.900 krónur.