KAG verður í samstarfi við Kvennakór Akureyrar á jólatónleikum í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 30. nóvember, kl. 16. Um
er að ræða árlega styrktartónleika Kvennakórsins fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Fram koma: Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar-Geysir, og Söngfélagið Sálubót.
Stjórnendur og undirleikarar: Jaan Alavere, Valmar Valjaots og Tarvo Nómm.
Miðaverð er 1.500 krónur, en frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til
Mæðrastyrksnefndar.