KAG á opnunarhátíð Hofs

Menningarhúsið Hof. Mynd: www.menningarhus.is
Menningarhúsið Hof. Mynd: www.menningarhus.is
Karlakór Akureyrar-Geysir tekur þátt í opnunarhátíð menningarhússins Hofs á Akureyri, helgina 27.-29. ágúst. KAG syngur á laugardagskvöld, en þá verður Hof opnað upp á gátt og allir boðnir velkomnir í húsið kl. 21:00-01:00.
 

KAG hefur upp raust sína kl. 21:15 og kemur fimm sinnum fram þetta kvöld, á ýmsum stöðum í Hofi. Þá verða einsöngvarar kórsins áberandi.

Í lokaatriði kvöldsins kl. 23:30 verður KAG í stóru hlutverki þegar byltingarhetjan Kingimars fær bæjarbúa í lið með sér við að yfirtaka menningarhúsið Hof.