Karlakór Akureyrar-Geysir syngur á jólatónleikum
Frostrósa í Hofi á Akureyri, föstudaginn 17. desember. Þessir risatónleikar verða á meðal glæsilegustu viðburða í Hofi
á árinu, þar sem á þriðja hundrað manns koma fram í glæsilegri umgjörð þessarar miklu
tónlistarhátíðar.
Söngkonur Frostrósa á jólatónleikunum á Akureyri verða Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína
Ósk. Í karlaliði Frostrósa eru þeir Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán
Hilmarsson. Tónlistarstjóri Frostrósa er Karl O. Olgeirsson og Árni Harðarson stjórnar Stórhljómsveit Frostrósa.
Á tónleikum Frostrósa í Hofi syngja Karlakór Akureyrar-Geysir, félagar úr Vox feminae, félagar úr Íslenska gospelkórnum og
Skólakór Hrafnagilsskóla, með einsöngvurunum. Vel yfir 200 manns á risasviði í hátíðlegri umgjörð sem á vart
sinn líka í íslensku tónleikahaldi!
www.frostrosir.is