Úr austurferð KAG vorið 2006
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur í söngferð um Austurland 17. og 18. apríl og syngur á tónleikum á Hornafirði og
Egilsstöðum. Í ferðinni slæst KAG í för með félögum sínum í Karlakórnum Jökli á Hornafirði og
Karlakórnum Drífanda á Fljótsdalshéraði.
Föstudaginn 17. apríl sameinast KAG og Karlakórinn Jökull á Hornafirði og enda þeir daginn á tónleikum í Hafnarkirkju.
Laugardaginn 18. apríl heldur KAG til Héraðs og sameinast þar Karlakórnum Drífanda. Saman halda kórarnir tónleika í
Egilsstaðakirkju á laugardagskvöld.
Þó langt sé á milli þessara þriggja karlakóra, landfræðilega séð, þá eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Til
dæmis eru í Karlakór Akureyrar-Geysi, félagar sem bæði hafa sungið með Karlakórnum Drífanda og Karlakórnum Jökli.