KAG í "Þjóðlagi" Halldórs Fjallabróður

Halldór smellti auðvitað mynd af köllunum á gemsann sinn!
Halldór smellti auðvitað mynd af köllunum á gemsann sinn!
KAG fékk skemmtilega heimsókn þegar Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, kom á æfingu til að taka upp "Þjóðlagið" - Rrödd þjóðarinnar. 


Þetta er lokakaflinn í lagi Fjallabræðra; Ísland, en Halldór Gunnar ætlar að ná 10% þjóðarinnar á band og nota í þennan lokakafla. Það var okkur að sjálfsögðu ánægja að leggja vini okkar Halldóri lið við þetta magnaða verkefni!