KAG og Krossbandið

Frá
Frá "Hæ! Tröllum"-móti 20. mars
Að kvöldi sunnudagsins 28. mars tók karlakórinn þátt í kvöldguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þessar athafnir eru með léttu sniði og í þetta sinn var það Krossbandið, sem sá um tónlistina. Hugmyndina að þessari samvinnu átti Snorri formaður, en hann er líka í Krossbandinu. Vel var mætt til messu og Helgi Hróbjartsson prestur skemmti sér vel. "Þetta var æðislegt" sagði hann í kaffinu á eftir. Kórinn mætti til leiks klukkan hálf átta og rennt var yfir prógrammið, sem hafði verið æft í vikunni. Krossbandið spilaði á undan athöfn, en síðan var reynt að rugla saman reytum; einsöngvarar úr kórnum komu inn í lög hjá Krossbandinu og öfugt. Liljan, Heyr mína bæn, Vikivaki, Loksins ég fann þig, Stealaway og Þakkarbæn voru öll flutt. Eftir athöfn var svo gamla lagið "Will the Circle be Unbroken" sungið og spilað. Gestir sungu og klöppuðu með og allir fóru glaðir í kaffi...