KAG söng fyrir Matthías Jochumsson

KAG og Matthías Jochumsson
KAG og Matthías Jochumsson
Það var skemmtileg stund í Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 3. júní. Safnið var 50 ára og haldið var upp á afmælið með veglegum hætti. 



Tvöfaldur kvarett Karlakórs Akureyrar-Geysis söng "Þú komst í hlaðið" í garðinum framan við Minjasafnið og í miðjum söng gekk sjálfur Matthías Jochumsson inn í garðinn.  Áður hafði kjarnakonan Vilhelmina Lever kíkt á Akureyringa nútímans.

Eftir innblásna ræðu, þar sem skáldið flutti meðal annars ljóðið "Heil og blessuð Akureyri", sem KAG hefur sungið svo oft, gekk sr. Matthías í Minjasafnskirkjuna og flutti stutta predikun. Félagarnir úr KAG sungu þar þrjú lög við góðar undirtektir gesta.

Þetta var skemmtileg stund og söngur KAG-félagarnna setti virðulegan blæ á afmælisveislu Minjasafnsins. Sr. Hannes Örn Blandon tók sig líka vel út í gerfi skáldsins góða. Auðvitað enduðu viðstaddir svo athöfnina með að syngja saman Lofsöng Matthíasar, þjóðsönginn sjálfan; "Ó guð vors lands"!