Um miðjan júlí réðust karlakórsfélagar í það mikla verkefni að mála félagsheimilið Lón að utan.
Húsið var mikið farið að láta á sjá og kominn tími til að mála.
Mánudaginn 15. júlí mættu fyrstu menn á svæðið og svo var skrapað, pússað, grunnað og málað næstu daga og
kvöld. 10 dögum síðar var verki lokið og Lón sannarlega komið í sparifötin. Húsið var málað að innan í vetur
og ótrúleg breyting sem orðin er á því eftir þetta.
Lón er ekki bara nýtt fyrir karlakórsæfingar og -skemmtanir, það er leigt út fyrir allskyns starfsemi. Nýmálað og glæsilegt, að
utan sem innan, er það nú allt orðið mun snyrtilegra en áður.
Í allri þessarri vinnu var frábær samvinna karlakórsfélaga, enda mikil vinna og vandasamt verk og sannarlega vel af hendi leyst!