Það var mikill kraftur í KAG-köllum um helgina, en þá tóku menn sig til og máluðu Lón að innan, hátt og lágt! Á
föstudag var allt rifið af veggjum og lofti og máling undirbúin. Á laugardag voru báðar hæðir grunnmálaðar og rúmlega
það og á sunnudag var farin seinni umferð á alla veggi og verkið klárað!
Það var sannarlega kominn tími á málningu, enda húsið mikið notað og var farið að láta á sjá. Og breytingin er mikil og
allt annað að starfa í húsinu eftir þessa miklu andlitslyftingu. Næsta málingartörn verður svo utanhúss, þegar vorið verður
gengið í garð.