Kátir karlar í afmæli Ingva
Tveir KAG-félagar náðu merkum áfanga í lífinu á dögunum og fylltu marga tugi, 140 samtals! Séra Gunnlaugur fagnaði sextugsafmæli
sínu og Ingvi Rafn varð áttræður. Fyrir báða þessa heiðursmenn var að sjálfsögðu sungið!
Ingvi bauð til mikillar veislu laugardaginn 2. janúar og þar mættu KAG félagar og tóku lagið! Og bæði var sungið fyrir afmælisbarnið
og með því, en Ingvi tók að sjálfsögðu nokkur tenórsóló! Honum var færð dýrindis viskíflaska, sem opnuð
var fyrir notkun eins og leiðbeiningarnar sögðu til um. Innihaldinu var samviskusamlega dreift í nokkra tugi þvagsýnisglasa og að lokum skálað fyrir
tenórnum síunga!
Daginn eftir, sunnudaginn 3. janúar, mætti KAG til messu hjá séra Gunnlaugi í Glerárkirkju og söng þar ásamt kirkjukórnum. Að
messu lokinni bað Valmar kórstjóri, kirkjugesti að hinkra augnablik og hóf að leika það sem flestir héldu að væri hefðbundið
eftirspil. Það breyttist þó fljótlega í afmælissöng sem kórarnir sungu fyrir prestinn okkar og kirkjugestir tóku vel undir. Sjaldan hefur
þessi sígildi söngur komið afmælisbarni jafn mikið á óvart!