Karlakór Akureyrar-Geysir var eitt þeirra félaga sem fengu, í upphafi árs, úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna. Kórinn fékk styrk að upphæð kr. 200.000.-
Af hálfu Norðurorku var ákveðið að meginþungi styrkja þetta árið færi til menningar- og listastarfs með áherslu á
starf kóra. Þá voru einnig styrkt nokkur verkefni í flokknum „ýmis samfélagsmál“ og þar lögð áhersla á
börn sem glíma við ofvirkni, athyglisbrest og einhverfu.
Byggt var á því að verkefnin sem hlytu styrk væru fjölbreytileg þannig að styrkþegar komi úr sem flestum áttum.
Veittir voru styrkir til þrjátíu og þriggja verkefna samtals að fjárhæð krónur 5.175.000.-