Nú er starfið komið á fullt eftir jól og áramót og mikill hugur í kórfélögum. Enda er mikið framundan.
Helsta verkefni síðari hluta starfsársins er undirbúningur fyrir vortónleika KAG. Þeir munu að þessu sinni bera nokkuð yfirbragð
sjóferða og sjómennsku. Lögin á þessu vori verða semsagt sjómannalög og lög sem tengjast sjónum.
Vortónleikarnir verða í Menningarhúsinu Hofi og í tilefni af verkefnavalinu verða þeir nálægt sjómannadeginum. Og úrvalið er
mikið, enda hafa óteljandi lög verið samin um íslenska sjómenn og sjómennsku.
Engu að síður verða tónleikarnir óhefðbundnir og þessa dagana fjúga á æfingum hugmyndir sem sannarlega eiga eftir að vekja athygli!