Raddæfingar hjá Kristjáni Jóhannssyni

Kristján tuskar annan tenór til. Páll píanisti fylgist með.
Kristján tuskar annan tenór til. Páll píanisti fylgist með.
Laugardeginum 20. október eyddu KAG-félagar í félagsheimilinu Lóni við raddæfingar. Kennarinn var ekki af verri endanum; stórtenórinn Kristján Jóhannsson. 


Æfingunum var skipt niður á raddir sem mættu þarna hver af annarri, frá morgni til kvölds. Kristján fór með mönnum í raddbeitingu, öndun og allskyns tækni. Þá lagði hann mikið upp úr túlkun, en þar er Kristján sannarlega á heimavelli.

Margir kórfélagar hafa lært söng, en aðrir lítið sem ekkert og var þetta fínn skóli fyrir þá. Fyrir hina var hollt að rifja upp tæknina. Þetta var skemmtilegur og gagnlegur dagur fyrir kór og menn.