Árshátíðin var í umsjón 1. tenórs að
þessu sinni og strákarnir stóðu sig með prýði. Fínn matur, fín skemmtiatriði og fínasta
ball.
Hvert skemmtiatriðið öðru betra var í boði, og eins og venjulega sýndu kórfélagar að þeir kunna ýmislegt annað en að
syngja!
Það er bráðnauðsynlegt að sletta úr klaufunum annað slagið. Ekki síst nú þegar vorið nálgast og von til þess að
vetur konungur fari jafnvel að létta af okkur snjónum....og klónum!