Risto Laur er nýjasti meðlimur í stórum og kraftmiklum hópi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Hann hefur verið ráðinn sem píanóleikari kórsins í vetur. Risto er frá Eistlandi og starfar sem kennari í jazzpíanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri.
Risto er frábær píanóleikari og hefur verið áberandi í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarin ár. Hann hefur tekið
þátt í mörgum tónlistarviðburðum á Norðurlandi og leikið undir hjá fjölda einsöngvara. Þá starfrækir Risto
jazzhljómsveit í Tónlistarskólanum og er píanóleikari útvarpsþáttunum Gestir út um allt, sem sendir eru út á
Rás 2 frá Hofi.
Fyrsta verkefni Risto Laur hjá KAG verður undirleikur á 90 ára afmælistónleikum kórsins í Hofi, laugardaginn 17. nóvember. KAG
félagar bjóða Risto velkominn í hópinn!