Strákarnir mættu alveg galvaskir á sviðið á grasflötinni fyrir neðan samkomuhúsið á Akureyri rétt fyrir níu að
kvöldi sunnudags í Verslunarmannahelgi.
Kórinn hefur yfirleitt sungið nokkur lög við þetta tækifæri, en nú vorum við komnir til að taka bara eitt lag. Og það ekkert smá
lag. "We Will Rock You" frá hljómsveitinni Queen. Um undirleikinn sá hljómsveitin "Killer Queen" og Magni nokkur Ásgeirsson var í hlutverki Freddie´s
Mercury. Við sungum þetta með klappi og handauppréttingum að sjálfsögðu og vorum bara æðislegir!!!