Föstudaginn 4. maí kl. 18:30 syngur KAG í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Smá forskot á sæluna þar sem
sungin verða nokkur lög af dagskrá Vortónleikanna. Annars er Hlíð reglulegur viðkomustaður KAG, en kórinn syngur þar af og til á hverju
starfsári og fær alltaf jafn góðar móttökur!
Vortónleikar KAG eru jafnan hápunktur starfársins. Þeir verða í Glerárkirkju, laugardaginn 5. maí og hefjast kl. 15:00. Þar verða sungin
lög úr öllum áttum, hefðbundin íslensk karlakóralög og erlend lög í bland. Fjórir einsöngvarar koma fram á
tónleikunum auk þess sem KAG-kvartettinn tekur lagið.
Sunnudaginn 6. maí kl. 15:00 sameinast svo Karlakór Akureyrar-Geysir, Kvennakór Akureyrar og Karlakór Siglufjarðar á tónleikum í
Siglufjarðarkirkju. Félagar í KAG vita af eigin reynslu að Siglfirðingar eru skemmtilegir heim að sækja, auk þess sem nú tekur ekki nema rétt
um klukkutíma að keyra til þeirra í heimsókn!