Hefðbundin verkefni
kórsins á starfsárinu verða jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember og vortónleikarnir. Í vor verður áherslan á
lög tengd sjónum og sjómennsku og þar er af mörgu að taka! Auðvitað verður svo fjölmargt annað á dagskrá
kórsins.
Eins og alltaf á haustin, var fín stemmning á þessum fyrsta hittingi og nokkrir nýir félagar slógust í hópinn. Við hvetjum alla sem
áhuga hafa á söng að hafa samband, alltaf er pláss fyrir nýja félaga og við lofum því að félagsskapurinn er
skemmtilegur!