KAG er auðvitað norðlenskur kór og því ekki meðlimur í Kötlu, en kórnum var boðið að taka þátt í
mótinu og metum við það mikils!
Fimmtán kórar hafa skráð sig til leiks á Kötlumótinu og söngmennirnir verða á sjöunda hundrað. Sérstök
söngbók var gefin út af þessu tilefni og inniheldur mörg af stórverkum íslensks karlakórasöngs.
Við setningu mótsins syngja allir kórarnir saman tvö lög. Að því loknu skiptast þeir á tvo staði, þar sem hver
kór flytur sína dagskrá. Í lokin koma svo allir kórarnir saman aftur og flytja sex lög.