Styrkur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Snorri, formaður KAG, fyrir miðri mynd í hópi styrkþega
Snorri, formaður KAG, fyrir miðri mynd í hópi styrkþega

Karlakór Akureyrar-Geysir var á meðal styrkþega úr Styrktar- og menningarsjóði KEA árið 2011. KAG fékk úthutað 250.000 krónum úr styrkflokki ætluðum þátttökuverkefnum. Styrkurinn er ætlaður til tónleikahalds í tilefni af 90 ára afmæli kórsins.

 

Þetta er í 78. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Veittir voru 38 styrkir, samtals að fjárhæð 6,1 milljón króna.