Syngjandi hér, syngjandi þar....

Jólatréð og jólakötturinn á Ráðhústorgi.   Mynd: www.akureyri.is
Jólatréð og jólakötturinn á Ráðhústorgi. Mynd: www.akureyri.is
Það er annríki í jólamánuðinum hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og jólalögin sungin víða. Kórinn kemur fram á ýmsum stöðum fram að jólum. Fimmtudagskvöldið 10. desember, tekur KAG þátt í styrktartónleikum fyrir Hljóðfærasafnið á Akureyri, sem haldnir verða á Græna hattinum. Þar verður kórinn í portinu fyrir utan Græna hattinn og tekur á móti tónleikagestum með jólalögum, milli kl. 20 og 21.  Laugardaginn 19. desember kl. 16, kemur KAG fram á Glerártorgi og syngur fyrir viðskiptavini verslunarmiðstöðvarinnar. Sunnudaginn 20. desember kl. 17, verða tónleikar í Glerárkirkju, þar sem KAG syngur ásamt Kirkjukór Glerárkirkju. Mánudagskvöldið 21. desember fara félagar í KAG síðan á Sjúkrahúsið á Akureyri og syngja fyrir vistmenn þar.