Vel heppnuð árshátíð

Yngri deild 1. tenórs, söngmennirnir ungu úr Hörgárdal, voru stjörnur kvöldsins. Mynd: Sigurgeir
Yngri deild 1. tenórs, söngmennirnir ungu úr Hörgárdal, voru stjörnur kvöldsins. Mynd: Sigurgeir
Árshátíð KAG var haldin í Lóni, laugardaginn 9. mars, og heppnaðist sérlega vel! Mætingin í ár var með allra besta móti.


Árshátíðin er einn af þessum venjubundnu viðburðum þegar nálgast vor og alveg ómissandi í kórstarfinu. Fyrsti bassi bar ábyrgð á hátíðinni í ár og stóð sig með prýði. Fínn matur, fín skemmtiatriði og fínasta ball.

Það er nauðsynlegt að bregða út af söngprógramminu annað slagið og árshátíðin tilvalin til að ræða saman, borða góðan mat og skála örlítið í leiðinni!