Vetrarstarfið byrjar!!!

Nú er farið að síga á sumarið og það þýðir að Karlakór Akureyrar - Geysir hefur starfsemi að nýju.         Reyndar erum við búnir að vera duglegir í sumar við alls konar uppákomur en nú er sem sagt komið að venjulegum æfingum og hefðbundnu vetrarstarfi. Valmar verður áfram stjórnandi okkar og held ég að allir séu ánægðir með það.
 
Á mánudögum verða raddæfingar fyrir kaffi og á miðvikudögum eftir kaffi verður unnið í eldra efni, sem þarf að halda við. Við ætlum líka að bæta við tungumálakunnáttuna okkar þennan veturinn og munum við syngja bæði þýsk og ensk lög ásamt þeim íslensku. Erum við að byrja að undirbúa fyrirhugaða tónleikaferð til Skotlands og Englands. Ef kreppan leyfir, verður farið sumarið 2011.
Í nóvember fáum við kór í heimsókn og syngjum á jólatónleikum í desember. Í mars verður "Hæ Tröllum"- mót, þriggja kóra mót verður á Vopnafirði og Egilsstöðum í apríl og í maí verða okkar hefðbundnu vortónleikar. Ekki er útilokað að farið verði suður síðla vors.
Nóg að gera framundan... Sjáumst hressir og "Syngjandi sælir"!